Ísak Bergmann lagði upp mark fyrir Norrköping



Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp mark fyrir Norrköping gegn Elfsborg á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Ísak tók aukaspyrnu á mjög sérstökum stað þegar Norrköping komst yfir snemma leiks – en markið má sjá hér fyrir neðan.

Elfsborg hafði betur í leiknum 2-1 en bæði lið eru í efri hluta deildarinnar. Sigurinn var mjög mikilvægur fyrir Elfsborg sem er í öðru sæti deildarinnar á eftir Malmö sem er með 50 stig en Elfsborg er með 43 stig en Norrköping er í fimmta sæti með 40 stig.

Hér fyrir neðan má sjá helstu atvikin úr leiknum.