Nýjustu Covid-19 tölurnar – mánudaginn 2. nóvember



Alls greindust 26 ný Covid-19 smit á landinu í gær. Þar af voru 10 þeirra ekki í sóttkví.

Nýgengi innanlandssmita fer lækkandi og er nú 198 en til samanburðar var þessi tala 202,3 í fyrradag. Alls eru 71 einstaklingur á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og þar af eru þrír á gjörgæslu.

Alls hafa 16 látist af völdum Covid-19 frá því að faraldurinn kom upp, þar af hafa sex látist á undanförnum vikum þegar þriðja bylgja faraldursins kom upp.

Á Vesturlandi greindust tvö ný smit í gær samkvæmt covid.is. Alls eru 28 í einangrun á Vesturlandi vegna Covid-19. Í sóttkví eru alls 160. Til samanburðar voru 26 í einangrun á sunnudag og 152 í sóttkví.

Í upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi eru 23 í einangrun vegna Covid-19 á Akranesi og bættist því eitt smit við í gær á Akranesi. Alls eru 150 í sóttkví á Akranesi og er það fjölgun um 10.