Þjónustumiðstöð aldraðra við Dalbraut verður glæsileg – sjáðu myndirnarNýverið samdi Akraneskaupstaður við fyrirtækið E. Sigurðsson ehf. um fullnaðarfrágang innanhús á þjónustumiðstöð að Dalbraut 4.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

Um er að ræða lokafrágang á 1. hæð byggingarinnar.

Verkefnið er nú þegar hafið og er áætlað að framkvæmdum ljúki í byrjun júní 2021.

Kostnaður við verkið er rétt rúmlega 200 milljónir kr.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness skrifaði undir samning þess efnis við fulltrúa frá E. Sigurðsson s.l. föstudag eða 29. október.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness skrifaði undir samning þess efnis við fulltrúa frá E. Sigurðsson s.l. föstudag eða 29. október.

Hér má sjá myndir frá VA Arkitektum.