Nýjustu Covid-19 tölurnar – miðvikudaginn 4. nóvemberAlls greindust 29 einstaklingar á Íslandi með COVID-19 í gær og þar af voru 21 í sóttkví.

Nýgengi smita síðustu fjórtán daga fer lækkandi og er komið niður í 183,5 á hverja hundrað þúsund íbúa. Þessi tala fór hæst í 290,7 þann 17. október.

Alls voru 2.178 sýni tekin í gær.

Á Vesturlandi fer smitum fækkandi. ALls eru 22 í einangrun í landshlutanum og 152 eru í einangrun. Alls voru 27 í einangrun vegna Covid-19 á þriðjudaginn og 160 voru í sóttkví.

Á Akranesi eru 19 í einangrun vegna Covid-19 og eru 146 í sóttkví. Til samanburðar voru 27 í einangrun s.l. laugardag vegna Covid-19 smits.