Skagamaðurinn Einar Margeir í kastljósinu á HM í 25 metra laug

Einar Margeir Ágústsson, íþróttamaður ársins 2023 á Akranesi, er á meðal keppenda á Heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem hefst þann 10. desember. 

HM í 25 metra laug fer fram í Búdapest í Ungverjalandi og eru 190 keppendur alls, og þar af átta keppendur frá Íslandi – og einn frá Sundfélagi Akraness, ÍA.  

Þjálfari íslenska landsliðsins er Skagamaðurinn Eyleifur Ísak Jóhannesson. 

Einar Margeir keppir í tveimur greinum á þessu móti.

Sýnt er frá mótinu á RÚV og hefjast útsendingar kl. 7:55 alla keppnisdagana en lokakeppnisdagurinn er 15. desember. 

Einar Margeir keppir í 100 metra fjórsundi fimmtudaginn 12. desember kl. 09:24, og hann keppir í 200 metra bringusundi föstudaginn 13. desember kl. 08:53.