Nýjustu Covid-19 tölurnar – fimmtudaginn 5. nóvemberAlls greindust 25 ný Covid-19 smit á Íslandi í gær og voru alls 20 af þeim í sóttkví. Þetta kemur fram á vefnum covid.is.

Alls voru 2.084 sýni greind í gær. 762 eru í einangrun, 71 á sjúkrahúsi og þrír á gjörgæslu vegna veikinnar.

Á Vesturlandi eru alls 21 í einangrun vegna Covid-19 og fer smitum fækkandi. Mikil breyting er á fjölda þeirra sem eru í sóttkví en á Vesturlandi eru 61 í sóttkví en í gær voru 152 í sóttkví.

Á Akranesi eru 18 í einangrun vegna Covid-19 og 77 í sóttkví.