Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson, leikmaður rússneska liðsins CSKA í Moskvu, er í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikina sem eru framundan hjá karlalandsliðinu í knattspyrnu.
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari A karla, tilkynnt hópinn í dag en framundan eru þrír leikir hjá liðinu.
Stærstur þeirra er úrslitaleikur gegn Ungverjum næsta fimmtudag um laust sæti í lokakeppni EM 2021. Leikurinn fer fram í Ungverjalandi og sigurliðið úr þeirri viðureign tryggir sér sæti í lokakeppni EM 2021. Eftir þann leik fara siðan fram leikir í Þjóðadeild UEFA.
Ísland mætir Dönum í Danmörku þann 15. nóvember og Englendingum 18. nóvember og fer sá leikur fram á Englandi.
Arnór hefur leikið 10 A-landsleiki og skorað í þeim 1 mark. Arnór hefur leikið vel að undanförnu með CSKA Moskvu eftir að hafa glímt við meiðsli í ökkla.
Hópurinn:
Hannes Þór Halldórsson | Valur | 72 leikir
Rúnar Alex Rúnarsson | Arsenal | 6 leikir
Ögmundur Kristinsson | Olympiacos | 16 leikir
Birkir Már Sævarsson | Valur | 93 leikir, 2 mörk
Hjörtur Hermannsson | Bröndby | 17 leikir, 1 mark
Ragnar Sigurðsson | FC Köbenhavn | 96 leikir, 5 mörk
Sverrir Ingi Ingason | PAOK | 33 leikir, 3 mörk
Kári Árnason | Víkingur R. | 85 leikir, 6 mörk
Hólmar Örn Eyjólfsson | Rosenborg | 17 leikir, 2 mörk
Ari Freyr Skúlason | KV Oostende | 74 leikir
Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moscow | 32 leikir, 2 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 | 20 leikir
Arnór Sigurðsson | CSKA Moscow | 10 leikir, 1 mark
Arnór Ingvi Traustason | Malmö | 37 leikir, 5 mörk
Birkir Bjarnason | Brescia | 89 leikir, 13 mörk
Rúnar Már Sigurjónsson | Astana | 28 leikir, 1 mark
Gylfi Sigurðsson | Everton | 76 leikir, 24 mörk
Jóhann Berg Guðmundsson | Burnley | 76 leikir, 8 mörk
Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi | 89 leikir, 2 mörk
Viðar Örn Kjartansson | Valerenga | 27 leikir, 3 mörk
Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 52 leikir, 3 mörk
Kolbeinn Sigþórsson | AIK | 59 leikir, 26 mörk
Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 15 leikir, 3 mörk
Alfreð Finnbogason | Augsburg | 59 leikir, 15 mörk