Dýrin í Hálsaskógi sýnd í bílabíói við ÞÞÞ í dag – hægt að kaupa sýninguna heim í stofuNemendafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands stendur fyrir skemmtilegum viðburði í dag við Bifreiðastöð ÞÞÞ. Um er að ræða Bílabíó en slíkir viðburðir eru ekki oft í boði á Akranesi.

Sýningar verða í dag kl. 12:30, 15:00 og 17:00.

Gylfi Karlsson formaður NFFA segir að leiklistaklúbburinn Melló muni sýna upptöku frá Dýrunum í Hálsaskógi – en erfiðlega hefur gengið að koma verkinu á fjalirnar í Bíóhöllinni á Akranesi.

„Árið 2020 hefur ekki farið eins og við bjuggumst við. Á vorönn hvers árs er hefð fyrir því að leiklistaklúbburinn Melló setjo upp verk. Á haustdögum 2019 var farið í að æfa Dýrin í Hálsaskógi undir leikstjórn Gunnar B. Guðmundssonar og markmiðið að frumsýna um miðjan mars 2020. Síðan var öllu skellt í lás út af Covid-19. Sýningu var ítrekað frestað vorið 2020 og síðan fram á haustið 2020. Óvissan hefur því verið í aðalhlutverki og tekin hefur verið sú ákvörðun að sýna ekki fyrir opnum sal í Bíóhöllinni. Það var erfið ákvörðun þar sem að mikið af hæfileikaríku ungu fólki hefur lagt mikla vinnu í þetta verkefni. Við höfum því fengið leyfi til að sýna upptöku af leikritinu í samstarfi við Akraneskaupstað. Þetta er gjaldfrí sýning en

Við höfum því í samstarfi við Akraneskaupstað fengið leyfi til að sýna ykkur upptöku af leikritinu í bílabíói Vökudaga á morgun, á bílaplani ÞÞÞ, alveg gjaldfrjálst. Á þessum undarlegu tímum höfum við ákveðið að bjóða fólki að fá upptöku af Dýrunum í Hálsaskógi til áhorfs í svokölluðu VIP stæði. Þá fær fólk hlekk á upptökuna sem gildir í tvær vikur. Það er hægt að styrkja leiklistarklúbbinn Melló og fá aðgang að upptökunni með því að „kaupa miða“ með því að millifæra 3.500 kr á reikning nemendafélagsins með email-i í skýringu og við sendum linkinn á ykkur. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka þeim aðilum og fyrirtækjum sem hafa stutt vel við bakið á NFFA og þessu verkefni,“ segir Gylfi Karlsson.

Nemendafélag FVA
640893-2149
0552-26-000640


Akraneskaupstaður
Uppbyggingarsjóður Vesturlands
Húsasmiðjan
Vinir Hallarinar
Trésmiðjan Akur
Penninn/Eymundsson
Fasteignasalan Hákot
Landsbankinn
Prentmet
Toppútlit
Talþjálfun Vesturlands
Skaginn 3x
Blikksmiðja Guðmundar
Bílaverkstæði Badda
Valfell
Olíuverzlun iÍslands