Nýjustu Covid-19 tölurnar – sunnudaginn 8. nóvemberAlls greindust 13 Covid-19 smit á Íslandi í gær. Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví.

Alls voru tekin 608 sýni innanlands í gær og 482 við landamæraskimun. Þetta kemur fram á vefnum covid.is.

Alls eru 78 einstaklingar á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og fjórir þeirra eru á gjörgæslu.

Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka og er nú 151,3 en var 164,2 í gær.

Á Vesturlandi eru 17 í einangrun vegna Covid-19 og 112 í sóttkví. Töluverð fjölgun er í sóttkví í Borgarnesi en þar eru 57 í sóttkví en í gær voru 14 í sóttkví í Borgarnesi. Á Akranesi eru 53 í sóttkví og 13 í einangrun.