Íbúar við Skagabraut 5 fengu hvatningarverðlaun



Umhverfisviðurkenningar Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020 voru afhentar nýverið en slíkar viðurkenningar eru árlegur viðburður. Þetta kemur fram á vef Akraneskaupstaðar.

Það er skipulags- og umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar sem hefur umsjón með verðlaununum og tekur ákvörðun um hverjir hljóta viðurkenningar hverju sinni í samráði við fagfólk.

Íbúar í fjölbýlishúsinu við Skagabraut 5 á Akranesi fengu að því tilefni sérstök hvatningarverðlaun frá Akraneskaupstað.

Hvatningar viðurkenning til eigenda er veitt fyrir vel heppnaðar umbætur á virðulegu húsi sem er áberandi í götumynd í miðkjarna bæjarins.

Íbúar hafa á undanförnum misserum unnið að miklum endurbótum á þessu þriggja hæða steinsteypta húsi – sem byggt var árið 1949 eða fyrir rúmlega 70 árum.

Í dómnefnd á vegum ráðsins eru þau Helena Guttormsdóttir lektor LbhÍ, Sindri Birgisson umhverfisstjóri og Ása Katrín Bjarnadóttir Bs. í landslagsarkitektúr LbhÍ.

Hér má sjá Skagabraut 5 eftir endurbætur.
Hér má sjá Skagabraut 5 fyrir endurbætur.

Nefndin fór í vettvangsferðir í júlí og tók út tilnefningar. Þau unnu m.a. með fagurfræði, fjölbreytileika og samtal við almenningsrými. Markmiðið var að vekja í víðum skilningi athygli á atriðum sem skipta uppbyggingu og framtíð bæjarins máli.

Í lok október fóru fulltrúar nefndarinnar víða um bæinn til að afhenda viðurkenningar – og fylgdi ráðið sóttvarnartilmælum í hvívetna. Ragnar B. Sæmundsson bæjarfulltrúi og formaður stýrði dagskrá, ásamt ráðsmönnunum Guðríði Sigurjónsdóttur og Ólafi Adolfssyni.

Viðurkenningarnar eru vandaður skjöldur, innrammað skjal og gjafabréf hjá Jóni Guðmundssyni garðyrkjumanni.

Dómnefndina skipuðu þau Helena Guttormsdóttir lektor LbhÍ, Sindri Birgisson umhverfisstjóri og Ása Katrín Bjarnadóttir Bs. í landslagsarkitektúr LbhÍ. Nefndin fór í vettvangsferðir í júlí og tók út tilnefningar. Þau unnu m.a. með fagurfræði, fjölbreytileika og samtal við almenningsrými. Markmiðið var að vekja í víðum skilningi athygli á atriðum sem skipta uppbyggingu og framtíð bæjarins máli.