Covid-19 hópsmit á Akranesi tengist fyrirtæki sem er á höfuðborgarsvæðinu

Í gær kom það fram í fréttum RÚV að Covid-19 smit hafi greinst hjá sex einstaklingum sem tengdust allir fyrirtæki sem er á Akranesi. Það reyndist ekki vera rétt.

Samkvæmt heimildum Skagafrétta eru einstaklingarnir sex allir búsettir á Akranesi en þeir tengjast allir fyrirtæki sem er með aðsetur á Höfuðborgarsvæðinu.

Þórir Bergmundsson, sóttvarnalæknir á Vesturlandi sagði í viðtali við RÚV að alls sex Covid-19 smit hefðu greinst á Akranesi – og að öll þessi sex tilvik tengist sama fyrirtækinu.

Rakningarteymi Almannavarna rekur nú ferðir fólksins og tengsl þess við aðra.

Nánar á vef RÚV.