Nýjustu Covid-19 tölurnar – fimmtudaginn 12. nóvember


Alls greindust 18 ný Covid-19 smit í gær hér á landi. Þetta kemur fram á upplýsingavefnum covid.is. Alls voru 852 sýni rannsökuð og hlutfall jákvæðra sýna er 2,1 prósent.

Nýgengi innanlandssmita heldur áfram að lækka og er nú 106,1.

Á Vesturlandi eru alls 18 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 og tvö ný smit greindust í gær. Bæði smitin eru á Akranesi..

Alls eru 76 í sóttkví í landshlutanum en til samanburðar voru 94 í sóttkví á Vesturlandi í gær.