Skagamenn á Wembley – Ísak Bergmann í fyrsta sinn í A-landsliðshóp


Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður sænska liðsins Norrköping, er í leikmannahóp Íslands sem mætir liði Englands í Þjóðardeild UEFA. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 17 ára gamli leikmaður er valinn í A-landslið karla. 

Ef Ísak Bergmann kemur við sögu í leiknum þá verður hann leikmaður nr. 83 sem kemur frá ÍA sem leikur með A-landsliði Íslands í knattspyrnu.

Nú þegar hafa 63 karla og 19 konur sem hófu feril sinn með ÍA leikið A-landsleik í knattspyrnu. 

Tveir uppaldir Skagamenn eru í leikmannahóp Íslands, Arnór Sigurðsson og Ísak Bergmann Jóhannesson. Skagamaðurinn Óskar Örn Guðbrandsson er starfsmaður KSÍ og er hann einnig með í þessari ferð sem sóttvarnarfulltrúi og aðstoðarmaður í starfsliði KSÍ. 

Eins og áður segir þarf Ísak Bergmann að koma við sögu gegn Englendingum til að komast í hóp þeirra sem leikið hafa með A-landsliði Íslands. Faðir hans, Jóhannes Karl Guðjónsson, lék 34 leiki fyrir A-landslið Íslands og skoraði hann eitt mark – með þrumuskoti gegn Noregi á útivelli.

Jón Gunnlaugsson, sagnaritari og fyrrum leikmaður ÍA og landsliðsins, heldur utan um þessar upplýsingar sem þessi listi er byggður á. 

Skagamenn á Wembley, Ísak Bergmann, Óskar Örn og Arnór. Mynd/KSÍ.
Skagamenn á Wembley, Ísak Bergmann og Arnór. Mynd/KSÍ.
Leikmenn ÍA sem hafa leikið A-landsleik. 

Karlar:

Ríkharður Jónsson.
Þórður Þórðarson.
Dagbjartur Hannesson.
Guðjón Finnbogason.
Pétur Georgsson.
Sveinn Teitsson.
Halldór Sigurbjörnsson.
Kristinn Gunnlaugsson.
Þórður Jónsson.
Helgi Daníelsson.
Helgi Björgvinsson.
Jón Leósson.
Ingvar Elísson.
Eyleifur Hafsteinsson.
Einar Guðleifsson.
Björn Lárusson.
Matthías Hallgrímsson.
Haraldur Sturlaugsson
Guðjón Guðmundsson.
Hörður K. Jóhannesson.
Jón Alfreðsson.
Þröstur Stefánsson.
Karl Þórðarson.
Teitur Þórðarson.
Árni Sveinsson.
Guðjón Þórðarson.
Jón Gunnlaugsson.
Sigurður Halldórsson.
Pétur Pétursson.
Kristinn Björnsson.
Heimir Guðmundsson.
Bjarni Sigurðsson.
Kristján B. Olgeirsson.
Ólafur Þórðarson.
Sigurður Jónsson.
Sigurður Lárusson.
Sveinbjörn Hákonarson.
Alexander Högnason.
Haraldur Ingólfsson.
Bjarki B. Gunnlaugsson.
Arnar B. Gunnlaugsson.
Árni Gautur Arason.
Gunnlaugur Jónsson.
Stefán Þór Þórðarson.
Þórður Guðjónsson.
Jóhannes Þór Harðarson.
Kristján Finnbogason.
Sigursteinn Gíslason.
Bjarni Guðjónsson.
Ólafur Adolfsson.
Þórður Þórðarson.
Grétar Rafn Steinsson.
Jóhannes K. Guðjónsson.
Ólafur Þór Gunnarsson.
Steinar Adolfsson.
Garðar B. Gunnlaugsson.
Baldur Aðalsteinsson.
Arnór Smárason.
Heimir Einarsson.
Björn B. Sigurðarson.
Tryggvi H. Haraldsson.
Arnór Sigurðsson.
Stefán Teitur Þórðarson
Ísak Bergmann Jóhannesson. 

Konur:

Kristín Aðalsteinsdóttir.
Laufey Sigurðardóttir.
Ragnheiður Jónasdóttir.
Halldóra Gylfadóttir.
Karítas Jónsdóttir.
Ragna Lóa Stefánsdóttir.
Vala Úlfljótsdóttir.
Vanda Sigurgeirsdóttir.
Sigurlín Jónsdóttir.
Magnea Guðlaugsdóttir.
Guðlaug Jónsdóttir.
Jónína Víglundsdóttir.
Steindóra Steinsdóttir.
Helena Ólafsdóttir.
Ingibjörg H. Ólafsdóttir.
Laufey Jóhannsdóttir
Margrét Ákadóttir.
Helga Sjöfn Jóhannesdóttir
Hallbera G. Gísladóttir.