Ísak Bergmann sá þriðji yngsti úr röðum ÍA sem leikur með A-landsliði karla


Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður sænska liðsins Norrköping, lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld. Skagamaðurinn kom inná sem varamaður þegar skammt var eftir af leik Íslands gegn Englendingum á Wembley í London í 4-0 tapi í Þjóðardeild UEFA. Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA í Moskvu, var í leikmannahópnum en kom ekki við sögu að þessu sinni.

Ísak er fæddur 23. mars árið 2003 á Englandi en foreldrar hans eru Jóhannes Karl Guðjónsson og Jófríður María Guðlaugsdóttir.

Ísak Bergmann er þriðji yngsti leikmaður úr röðum ÍA sem leikur A-landsleik fyrir Ísland í knattspyrnu – og hann er 64 leikmaðurinn úr karlaliði ÍA sem fær tækifæri með A-landsliðinu. Alls hafa 19 konur úr röðum ÍA leikið með A-landsliði Íslands – alls 83 leikmenn.

Mörkin úr leiknum eru hér:

Sigurður Jónsson, er yngsti leikmaðurinn úr röðum ÍA sem leikur með A-landsliði karla en hann var tæplega 17 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik árið 1983. Næstur í röðinni er Eyleifur Hafsteinsson sem var einnig á 18. ári líkt og Ísak Bergmann þegar hann lék sinn fyrsta A-landsleik.

Ísak Bergmann er þriðji ættliðurinn sem leikur með A-landsliði Íslands en faðir hans lék 31 leik og afi Ísaks, Guðjón Þórðarson, lék einn A-landsleik, en varð síðar þjálfari A-landsliðs karla.

Það eru fjölmargir úr nánustu ætt Ísaks sem hafa leikið með A-landsliðinu og ÍA. Föðurbræður hans, Bjarni Guðjónsson, Þórður Guðjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson hafa allir leikið með A-landsliðinu og skorað líkt og Jóhannes Karl. Móðursystir Ísaks, Magnea Guðlaugsdóttir, lék einnig með A-landsliði Íslands í kvennaflokki.

Jón Gunnlaugsson, sagnaritari og fyrrum leikmaður ÍA og landsliðsins, heldur utan um þessar upplýsingar sem þessi frétt er byggð á.

Leikmenn ÍA sem hafa leikið A-landsleik.

Karlar:

Ríkharður Jónsson.
Þórður Þórðarson.
Dagbjartur Hannesson.
Guðjón Finnbogason.
Pétur Georgsson.
Sveinn Teitsson.
Halldór Sigurbjörnsson.
Kristinn Gunnlaugsson.
Þórður Jónsson.
Helgi Daníelsson.
Helgi Björgvinsson.
Jón Leósson.
Ingvar Elísson.
Eyleifur Hafsteinsson.
Einar Guðleifsson.
Björn Lárusson.
Matthías Hallgrímsson.
Haraldur Sturlaugsson
Guðjón Guðmundsson.
Hörður K. Jóhannesson.
Jón Alfreðsson.
Þröstur Stefánsson.
Karl Þórðarson.
Teitur Þórðarson.
Árni Sveinsson.
Guðjón Þórðarson.
Jón Gunnlaugsson.
Sigurður Halldórsson.
Pétur Pétursson.
Kristinn Björnsson.
Heimir Guðmundsson.
Bjarni Sigurðsson.
Kristján B. Olgeirsson.
Ólafur Þórðarson.
Sigurður Jónsson.
Sigurður Lárusson.
Sveinbjörn Hákonarson.
Alexander Högnason.
Haraldur Ingólfsson.
Bjarki B. Gunnlaugsson.
Arnar B. Gunnlaugsson.
Árni Gautur Arason.
Gunnlaugur Jónsson.
Stefán Þór Þórðarson.
Þórður Guðjónsson.
Jóhannes Þór Harðarson.
Kristján Finnbogason.
Sigursteinn Gíslason.
Bjarni Guðjónsson.
Ólafur Adolfsson.
Þórður Þórðarson.
Grétar Rafn Steinsson.
Jóhannes K. Guðjónsson.
Ólafur Þór Gunnarsson.
Steinar Adolfsson.
Garðar B. Gunnlaugsson.
Baldur Aðalsteinsson.
Arnór Smárason.
Heimir Einarsson.
Björn B. Sigurðarson.
Tryggvi H. Haraldsson.
Arnór Sigurðsson.
Stefán Teitur Þórðarson
Ísak Bergmann Jóhannesson.

Konur:


Kristín Aðalsteinsdóttir.
Laufey Sigurðardóttir.
Ragnheiður Jónasdóttir.
Halldóra Gylfadóttir.
Karítas Jónsdóttir.
Ragna Lóa Stefánsdóttir.
Vala Úlfljótsdóttir.
Vanda Sigurgeirsdóttir.
Sigurlín Jónsdóttir.
Magnea Guðlaugsdóttir.
Guðlaug Jónsdóttir.
Jónína Víglundsdóttir.
Steindóra Steinsdóttir.
Helena Ólafsdóttir.
Ingibjörg H. Ólafsdóttir.
Laufey Jóhannsdóttir
Margrét Ákadóttir.
Helga Sjöfn Jóhannesdóttir
Hallbera G. Gísladóttir.