Nýjustu Covid-19 tölurnar – föstudaginn 20. nóvember

Alls greindust 10 einstaklingar með Covid-19 í gær og voru fjórir þeirra ekki í sóttkví. Alls eru 52 einstaklingar á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og eru tveir þeirra á gjörgæslu.

Alls voru tekin rúmlega 600 sýni í gær innanlands.

Á Vesturlandi eru 12 í einangrun vegna Covid-19 og 12 eru í sóttkví – samkvæmt upplýsingum á covid.is sem eru hér fyrir neðan.

Lögreglan á Vesturlandi birti yfirlit í gær um stöðuna í landshlutanum og miðað við þær tölur þá greindist ekkert nýtt smit á Vesturlandi í gær.