Fjör í keilu hjá yngstu kynslóðinni á Akranesi

Íþróttafélögin sem eru undir hatti ÍA hafa á undanförnum mánuðum gert ýmislegt til þess að halda iðkendum við efnið i Covid-19 faraldrinum.

Það eru spennandi tímar framundan hjá Keilufélagi Akraness – en aðstaða félagsins við Íþróttahúsið við Vesturgötu hefur gjörbreyst með tilkomu nýrra brauta. Aðeins er hægt að æfa keilu á tveimur stöðum á landinu, á Akranesi og í Egilshöll í Reykjavík.

Hér er tilkynningin frá Keilufélagi Akraness:

Keilufélag Akranes – barnastarf

Í vetur býður Keilufélag Akraness uppá þrjár æfingar í viku fyrir yngstu iðkendurna, það er 7. bekkur og yngri. Í ár erum við með sex iðkendur á þeim aldri sem koma til okkar þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl.14.15 til 15.15.

Æfingarnar miðast við að kenna undirstöðu atriði keilunnar og endurtekningar, skerpingu á þeim atriðum er grunnlínan á æfingum. Þar sem leikgleðin skiptir öllu máli þá höfum við gaman á öllum æfingum, endum æfingarnar því oft á frjálsum leik.

Í gegnum tíðina höfum við haft samhristing með 8.- 10.bekk á skemmtikvöldum þar sem að við förum í keilubingó og fleiri skemmtilega leiki.

Einnig eru alltaf jólaæfingar og páskaæfingar, jafnvel er slegið upp grímubúningaæfing ef hægt er að koma því við.

Leikgleði einkennir þennan hóp og þeir keppa sem það vilja, ekki nein áhersla á .

Þrenn mót eru fyrir þennan hóp yfir tímabilið, það eru: Meistarakeppni Ungmenna (einstaklingskeppni í 5 umferðum), Íslandsmót Unglinga (1-2 helgar í byrjun árs) og svo unglingaliðakeppni (5.- 10. bekkur).