Nýjustu Covid-19 tölurnar – laugardaginn 21. nóvember

Alls greindust 15 Covid-19 smit á landinu í gær og er það mesti fjöldi smita á undanförnum sjö dögum. Alls voru 13 í sóttkví sem greindust með Covid-19.

Í gær voru tekin 750 sýni innanlands sem er svipaður fjöldi sýna og undanfarna daga.

Á Vesturlandi eru 12 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19 og aðeins 9 eru í sóttkví.

Í gær voru 11 í einangrun á landshlutanum vegna Covid-19 samkvæmt upplýsingum Lögreglunnar á Vesturlandi.