Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu, undir stjórn Skagamannsins Jóns Þórs Haukssonar, steig stórt skref í átt að því að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins á næsta ári. Hallbera Guðný Gísladóttir, fyrrum leikmaður ÍA, var að venju í byrjunarliði Íslands.
Ísland lagði Slóvakíu 3-1 á útivelli í gær í spennandi leik. Ísland var 1-0 undir í hálfleik og um miðjan síðari hálfleik fór rafmagnið af vellinum og gera þurfti 10 mínútna hlé á leiknum Í því hléi hélt Skagamaðurinn þrumuræðu og það virðist hafa virkað vel. Ísland náði að snúa við blaðinu og skora þrjú mörk.
Jón Þór lagði það mikið í áherslurnar í ræðunni að hann braut bein í litla fingri með sterkri líkamstjáningu sinni. Í viðtali við RÚV sagði Jón Þór.
„Þetta gerðist eftir rafmagnsleysið. Okkur fannst við byrja seinni hálfleik vel og vildum halda því áfram. Við vorum að hvetja leikmenn áfram og mér fannst alveg upplagt að kýla í bekkinn með krepptum hnefa til að leggja áherslu á það,” segir Jón Þór, en það fór ekki betur en svo að hann braut bein í litla fingri og er kominn í gips. Jón Þór tekur fram að hann sé eini „leikmaður“ liðsins í gipsi. „Sem betur fer!“
Ísland er einu skrefi frá því að komast í góða stöðu varðandi úrslitakeppni EM.
Ísland mætir Ungverjalandi í lokaleik riðilsins á þriðjudag en Ísland er í dauðafæri á að komast á EM. Leikur Íslands og Ungverjalands verður í beinni útsendingu á RÚV á þriðjudag kl. 14:30.
Vinnist leikurinn gegn Ungverjalandi eru möguleikarnir mjög góðir á að komast beint á EM, þó að ekkert sé öruggt.
Ísland væri þá með 19 stig og betri árangur en liðin í A-, C-, D- og I-riðli, en þyrfti að treysta á hagstæð úrslit í tveimur riðlum af þessum fjórum til viðbótar: