Hér getur þú horft á Aðventustund Garða – og Saurbæjarprestakalls

Aðventustund Garða og Saurbæjarprestakalls verður að þessu sinni send út á netinu.

Prestarnir þrír í Garða – og Saurbæjarprestakalli, Þráinn Haraldsson sóknarprestur, Sr. Jónína Ólafsdóttir og Sr. Þóra Björg Sigurðardóttir munu spjalla um aðventuna, jólin og jólaundirbúningin á Covid tímum.

Í þessari Aðventustund er því velt upp hvernig við getum hlúð að okkur sjálfum á þessum tímum.

Tónlist skipar stórt hlutverk. Organisti er Sveinn Arnar Sæmundsson og Sigursteinn Hákonarson syngur. Ingþór Bergmann Þórhallsson sá um myndatöku og samsetningu.

Útsendingin hefst kl. 11:00 sunnudaginn 29. nóvember.

Hægt verður að horfa á Aðventustundina hvenær sem er á Youtube og Fésbókinni.

Smelltu hér eða á Youtube hlekkinn bér fyrir neðan: