Nýjustu Covid-19 tölurnar – eitt smit greindist á Akranesi

Alls voru 10 einstaklingar greindir með Covid-19 smit í gær og þar af voru átta í sóttkví.

Alls voru tekin 965 sýni í gær og eru nú 667 í sóttkví.

Á Vesturlandi eru þrír í einangrun vegna Covid-19 og þar af 2 á Akranesi. Eitt Covid-19 smit greindist því á Akranesi í gær.

Alls eru 7 í sóttkví á Vesturlandi og þar af 4 á Akranesi.