„Virðingafullt uppeldi hefur rutt sér til rúms á Íslandi, sem og á heimsvísu. Þessi aðferð er byggð upp á gagnkvæmu trausti og virðingu. Ég þekki það sjálf að það getur verið orkufrekt og þreytandi að aga börn. Sérstaklega þau sem eru að ganga í gegnum „The terrible twos“. Þetta ferli þarf ekki að vera þannig – og þess vegna er ég að bjóða foreldrum upp á námskeið í þessum fræðum,“ segir Skagakonan Hulda Margrét Brynjarsdóttir stofnandi Path To Parenting.
„Það hefur sýnt sig að slíkt uppeldi er ekki bara vænlegt til gagnkvæms árangurs heldur hefur það gríðarlega jákvæð áhrif á geðheilsu barns og foreldra til lengri tíma.“
Hulda Margrét segir að almennur áhugi hennar og ákveðin vanþekking hafi gert það að verkum að hún hefur lagt í þá vegferð að fræða foreldra um þennan lífsstíl eins og hún kýs að kalla þessa uppeldisaðferð.
„Margir telja að það séu engin mörk fyrir börnin í þessari aðferð. Það sem er merkilegt er að virðing í uppeldi byggist aðallega á að setja skýr og ástrík mörk. Það er í rauninni dýpsta tegund af virðingu sem við getum veitt börnunum okkar. Börnin hafa ekki þroskað með sér hæfileika til þess að stjórna sjálfum sér.
Í virðingarfullu uppeldi er lagður góður grunnur að því að setja skýr mörk með tilliti til aldurs barns og að þeim mörkum sé viðhaldið. Þetta snýst ekki eins mikið um að ala upp börn eins og það snýst um að byggja heilbryggt og traust samband.“
Ótrúlegt hvað uppeldið breyttist til hins betra á okkar heimili
Hulda Margrét fór sjálf á slíkt námskeið árið 2017 þar sem að hún fékk gríðarlegan áhuga á þessari aðferð.
„Ég fór sjálf á mitt fyrsta námskeið hjá Kristínu Maríellu, sem flestir þekkja sem Respectful Mom, árið 2017. Áhugi minn og vakningin var svo gríðarleg að ég ákvað að demba mér út í þetta sjálf. Á undanförnum misserum hef ég verið að sjálfmennta mig í þessum fræðum, oft þekkt sem RIE eða Respectful Parenting. Það var eiginlega ótrúlegt hvað uppeldið breyttist til hins betra á okkar heimili. Þetta hafði góð áhrif á samband mitt og mannsins míns og hversu miklu þetta hefur skilað fyrir okkur fjölskylduna í heild. Slæmu dagarnir eru ekki eins slæmir og lægðirnar ekki eins djúpar. Við sem fjölskylda eigum auðveldara með að ræða hlutina og bæta úr þeim. Þetta gengur allt saman út á að byggja upp sambönd.“
Þetta hafði góð áhrif á samband mitt og mannsins míns og hversu miklu þetta hefur skilað fyrir okkur fjölskylduna í heild.
Hulda Margrét segir að boðskapur námskeiðisins sé sá að uppeldi þarf ekki að vera þreytandi og orkufrekt.
„Að ala upp börn verður aldrei auðvelt en virðingafullt uppeldi gefur þér í raun tækifæri til að gera minna en á sama tíma áorka meiru í uppeldinu. Það hljómar kannski ótrúlegt en er algerlega dagsatt.“
Námskeiðið sem Hulda Margrét er að bjóða upp á er hugsað fyrir foreldra með börn á aldrinum 2ja til 4ra ára.
Frábær lífsstíll að velja sér
„Virðingafullt uppeldi mun alltaf koma sér vel, hvort sem foreldrar eru með uppkomin börn eða nýkvoðunga. Það er aldrei of seint að verða virðingafullt foreldri – þetta er frábær lífsstíll að velja sér,“ segir Hulda Margrét Brynjarsdóttir.
Námskeiðið fer fram á netinu (Zoom) og til að lesa meira um námskeiðið og panta miða þarf fólk einfaldlega að smella hér.
Fyrir fyrstu 10 sem næla sér í miða geta þeir notað afsláttarkóðann virding til að fá 20% jólaafslátt. Námskeiðið verður haldið þann 5.desember nk kl 13:00 að íslenskum tíma.
Leiðbeinandi: Hulda Margrét Brynjarsdóttir,
Stofnandi Path To Parenting