Forstöðumanni íþróttamannvirka boðið að snúa aftur til starfa

Umtalsverðar breytingar eru boðaðar á rekstri og innra vinnulagi hjá Akraneskaupstað. Nýtt skipurit lagt fram ásamt greinargerð og tillögum um stjórnkerfisbreytingar á síðasta fundi bæjarráðs og var það allt saman samþykkt með 2 atkvæðum gegn 1.

Bæjarstjórn Akraness fjallaði um þessi mál á maraþonfundi í gær og framhald verður á þeim fundi sem fram fer 15. desember.

Nánar hér – umbótavinna – skipurit Akraneskaupstaðar – bæjarráð.

Nánar hér greinargerð – tillögur vegna stjórnkerfisbreytinga 24.11.2020.

Á meðal þeirra breytinga sem lagðar eru fram og hafa fengið samþykki í bæjarráði er að forstöðumanni íþróttamannvirkja, Ágústu Andrésdóttur, verður boðið að snúa aftur til starfa í 100% starf . Ágústa hefur verið 30% starfi undanfarna fimm mánuði Ásamt því verður gerð breyting innan íþróttamannvirkja til þess að styrkja starfsemina og verða vaktstjórar á vöktum.

Akraneskaupstaður auglýsti eftir nýjum forstöðumanni íþróttamannvirkja á Akranesi í júlí á þessu ári. Ágústa Rósa Andrésdóttir hefur gegnt starfinu frá því í apríl 2018. Skóla – og frístundasviði dró síðan til baka þá ákvörðun að ráðið yrði í starfið á fundi með bæjarráði sem fram fór í byrjun september. Ástæðan var fyrirhugaðar skipulagsbreytingar hjá Akraneskaupstað. Alls sóttu 15 aðilar um þetta starf þegar það var auglýst sumarið 2020.

Bæjarráð samþykkti í lok febrúar á þessu ári tillögu þess efnis að fara í umbótavinnu á rekstri og innra vinnulagi kaupstaðarins. Markmiðið var að ná fram aukinni skilvirkni í starfsemi stjórnsýslu sveitarfélagsins með breytingum á stjórnun, verkferlum og samstarfi. Áætlað er að nýtt skipurit taki gildi þann 1. janúar 2021.

Fimmtán aðilar sóttu um starf forstöðumanns íþróttamannvirka á Akranesi

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/08/12/fimmtan-adilar-sottu-um-starf-forstodumanns-ithrottamannvirka-a-akranesi/embed/

Ágústa Rósa nýr forstöðumaður íþróttamannvirkja

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/04/03/agusta-rosa-nyr-forstodumadur-ithrottamannvirkja/embed/
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/12/06/vona-ad-domur-thessi-verdi-fordaemisgefandi-a-landsvisu/

Akraneskaupstaður auglýsir eftir nýjum forstöðumanni íþróttamannvirkja

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/07/18/akraneskaupstadur-auglysir-eftir-nyjum-forstodumanni-ithrottamannvirkja/embed/

Helstu breytingarnar eru í stórum dráttum þessar:

 • Ný eining stofnuð undir heitinu Skrifstofa bæjarstjóra.
 • Þjónusta og stafræn þróun, tölvu- og kerfismál, verkefnastofa, atvinnuþróun, markaðsmál, ferðamál og menningar- og safnamál málaflokkar sem tilheyra nýrri skrifstofu.
 • Ný staða skrifstofustjóra sem Sædís Alexía Sigurmundsdóttir tekur við.
 • Ný staða verkefnastjóra yfir verkefnastofu sem Ella María Gunnarsdóttir tekur við. Ella María er í dag forstöðumaður menningar- og safnamála og verður það starf lagt niður.
 • Starf skjalastjóra / persónuverndarfulltrúa auglýst á nýju ári. Núverandi verkefnastjóra skjalamála hefur verið boðið nýtt starf sem felst í 50% í þjónustuveri og 50% til aðstoðar á skipulags- og umhverfissviði.
 • Rekstur Guðlaugar verður í umsjón skrifstofustjóra (Sædís Alexía).
 • Rekstrarumhverfi Akranesvita/upplýsingamiðstöðvar er breytt og Hilmari Sigvaldasyni boðið að vinna 20% stöðu í móttöku hópa og 80% stöðu í Guðlaugu og/eða innan íþróttamannvirkja.
 • Forstöðumanni íþróttamannvirkja, Ágústu Andrésdóttur, verður boðið að snúa aftur til starfa í 100% starf en hefur verið 30% starfi undanfarna fimm mánuði. Ásamt því verður gerð breyting innan íþróttamannvirkja til þess að styrkja starfsemina og verða vaktstjórar á vöktum.
 • Nýráðningar mannauðsstjóra og skipulagsfulltrúa hluti af heildarbreytingarferlinu.
 • Ákveðin breyting verður gerð á Héraðsskjalasafninu þar sem lagt verður niður 50% staða í hagræðingarskyni og hefur Erlu Dís Sigurjónsdóttur verið boðin 100% staða héraðsskjalavarðar til eins árs en til skoðunar er fyrirkomulag safnsins til framtíðar.
 • Ákveðin breyting verður gerð innan fjármáladeildar þar sem innkaupa- og greiningarfulltrúi verður ráðinn til þess að ná fram betri og markvissari innkaupum til þess að stýra betur stórum útgjaldaliðum í rekstri Akraneskaupstaðar. Starf fjármálastjóra sem Þorgeir Hafsteinn Jónsson gegnir í dag verður lagt niður og mun sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs ásamt verkefnastjóra í fjármáladeild vera falið að taka við aukninni ábyrgð og verkefnum.
 • Breytingar verðar gerðar innan velferðar- og mannréttindasviðs
 • Ráðinn verður verkefnastjóri tímabundið í innleiðingu barnvæns samfélags og snemmtæka íhlutun.
 • Ráðinn verður forstöðumaður yfir nýrri búsetueiningu á Beykiskógum.
 • Vegna aukins álags í barnavernd verður ráðinn inn starfsmaður tímabundið.
 • Heimild er gefin fyrir áframhaldandi stöðuhlutfalli í ráðgjafa í málefnum fatlaðs fólks í ½ ár

Nánar hér – umbótavinna – skipurit Akraneskaupstaðar – bæjarráð.

Nánar hér greinargerð – tillögur vegna stjórnkerfisbreytinga 24.11.2020.