Þessi réttur nýtur alltaf sömu vinsælda hjá fjölskyldu Guðmundar

Þessi fiskréttur hefur verið á boðstólum hjá fjölskyldunni í fjölda ár – líklega í meira en áratug. Hann nýtur alltaf sömu vinsælda,“ segir Guðmundur Páll Jónsson tók áskorun frá Ingu Dóru Jóhannsdóttur í þessum nýja fréttaflokki sem tengist Heilsueflandi samfélagi á Akranesi.

Markmiðið með þessum fréttaflokki er að safna saman bragðgóðum, einföldum og hollum uppskriftum. Með tíð og tíma verður til staðar sarpur af góðum hugmyndum um notkun á hráefnum þar sem að hollusta og bragðgæði eru höfð að leiðarljósi.

Guðmundur Páll segir að upphafið á þessum rétti megi rekja til viðtals sem hann las í Morgunblaðinu. „Þórunni R. Þórarinsdóttir, jafnaldra mín úr 57 árganginum hér á Akranesi, var í viðtal í Morgunblaðinu iþar sem hún sagði frá þessari uppskrift. Rétturinn hefur örugglega tekið einhverjum breytingum í mínum höndum en hann er svona:

Góði fiskurinn

Réttur fyrir 4 til 5
1 kg af þorskflökum
5 ferskir tómatar
5 harðsoðin egg
Ólífur ( ein krukka 100 g nettó)
2 dl ljós ólífuolía ( t.d. Philippo Berio )
4 tsk karrý (Bónuskarrý)
hHveiti
Salt og pipar

Flökin pipruð og söltuð eftir smekk og skorin í bita. 2dl af ólífuolíu settir á pönnuna og 4 þéttar tsk af karrý settar út í olíuna og hrært saman. Hverjum fiskibita velt upp úr hveiti og síðan upp úr kryddblöndunni og safnað saman í skál. Þegar þessu er lokið er öllu fiskinum hellt yfir á pönnuna. Tómatarnir, eggin og ólífurnar skorin í bita og hverju og einu haldið sér.

Þegar fiskinum hefur verið hellt á pönnuna skal kveikja undir. Þegar byrjað er að sjóða vel á pönnunni skal lækka undir ( varast skal ofeldun). Þegar fiskurinn er byrjaður að taka sig er tómötunum stráð ofan á fiskinn, síðan eggjunum og síðast ólífunum. Þetta er síðan látið malla i nokkra stund. Borið fram með hrísgrjónum og sojasósu.

Guðmundur Páll sendir áskorun á fósturson sinn til rúmlega 40 ára, Valgeir Sigurðsson. „Ég hlakka til að sjá hvað Valgeir kemur með – það verður án efa spennandi og hann mun án efa fá aðstoð frá konunni sinni Marellu Steinsdóttur, formanni ÍA.

Guðmundur Páll Jónsson.
http://localhost:8888/skagafrettir/2020/11/16/forrettindi-ad-eiga-alltaf-fisk-i-frystikistunni-inga-dora-skorar-a-gudmund-pal/
http://localhost:8888/skagafrettir/2020/10/02/hollur-fiskrettur-astthors-nytur-vinsaelda-a-heimilinu-hollasta-matvara-sem-vol-er-a/
http://localhost:8888/skagafrettir/2020/09/04/kjuklinga-pad-krapow-er-vinsaell-rettur-a-heimili-saevars-freys/