Alls greindust 14 Covid-19 smit á Íslandi í gær og aðeins tveir voru ekki í sóttkví. Á undanförnum tveimur dögum hafa greinst 26 smit og 24 þeirra voru einstaklingar í sóttkví.
Á Vesturlandi er staðan svipuð og í gær.
Alls eru 93 í sóttkví og 5 einstaklingar eru í einangrun vegna Covid-19 í landshlutanum samkvæmt tölfræði á vefnum covid.is. Eitt nýtt smit greindist á Akranesi samkvæmt uppfærðum tölum frá Lögreglunn á Vesturlandi.
Eins og fram kom í gær þá bættust tæplega 80 einstaklingar á Akranesi á sóttkvíarlistann í gær.
Fjölmargir grunnskólanemar á Akranesi eru í sóttkví eftir að smit kom upp hjá nemenda og starfsmanni í grunnskóla á Akranesi.