Nýjustu Covid-19 tölurnar – mánudaginn 7. desember

Alls greindust sjö með Covid-19 veiruna á landinu í gær og reyndust þeir allir vera í sóttkví. Eitt af þessum sjö smitum var greint á Akranesi.

Rétt um 450 sýni voru tekin í gær.

Á landinu öllu eru 197 virk smit og þar af 7 á Vesturlandi.

Í sóttkví eru alls 460 og þar af eru 92 á Vesturlandi samkvæmt upplýsingum á vefnum covid.is.

Hlutfallslega eru því 20% allra þeirra sem eru í sóttkví á landinu staðsettir á Vesturlandi.

Samkvæmt nýjum tölum á covid.is greindist einn einstaklingur í gær á Akranesi með Covid-19. Alls eru fimm einstaklingar á Akranesi í einangrun vegna Covid-19 og 2 eru í Borgarnesi.