Nýjustu Covid-19 tölurnar – betri fréttir frá Vesturlandi

Alls geindust 8 einstaklingar með Covid-19 veiruna í gær á Íslandi .

Tveir þeirra voru ekki í sóttkví. Virkum smitum fer fækkandi á landinu og fækkað þeim um tíu frá því í gær.

Einn sjúklingur lést í gær á Landspítala vegna Covid-19. Alls hafa 28 einstaklingar sem greinst hafa með Covid-19 látist á þessu ári – þar af 18 í þeirri bylgju sem staðið hefur yfir á síðustu vikum – svokallaðri þriðju bylgju.

Á Vesturlandi er ástandið betra í dag en í gær. Ekkert nýtt smit greindist í landshlutanum og eru áfram 7 í einangrun vegna Covid-19.

Þetta kemur fram á vefnum covid.is og í upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi.

Í sóttkví eru alls 45 einstaklingar og hefur þeim fækkað um 46 á milli daga. Búast má við því að þessi tala lækki enn frekar á morgun þegar stór hópur nemenda úr Grundaskóla fer úr sóttkví eftir skimun sem fram fer í dag.