Nýjustu Covid-19 tölurnar – laugardaginn 12. desember

Alls greindust 5 Covid-19 smit í gær á Íslandi. Þar af voru þrír í sóttkví og tveir utan sóttkvíar.

Ný­gengi inn­an­lands­smita fer lækkandi og mæl­ist nú 37,9 en var 42,3 í gær.

Á Vesturlandi er sama staða og í gær, það eru 3 einstaklingar í sóttkví og 7 eru í einangrun vegna Covid-19.

Frá því í vor í fyrstu bylgju Covid-19 faraldursins hafa ekki verið færri í sóttkví á Vesturlandi en undanfarna daga.