Bókasafnið opið á ný á hefðbundum afgreiðslutíma

Bókasafn Akraness er opið á ný – en þetta kemur fram í tilkynningu frá Bókasafni Akraness.

Opið er á hefðbundnum afgreiðslutíma, en með 10 manna fjöldatakmörkun og grímuskyldu. Börn 15 ára og yngri ekki talin með.

Opið: 

Mánudaga – föstudaga 
kl. 10-18, sjálfsafgreiðsla kl. 10-12. 
Laugardaga 
kl. 11-14. 

Yfir hátíðarnar er lokað: 
24. – 26. desember og 
31. desember – 1. janúar 2021 

Verið velkomin og gleðilega jólahátíð. 
Starfsfólk Bókasafns Akraness.