Alls greindust 13 ný Covid-19 smit í gær og voru fimm þeirra ekki í sóttkví.
Þetta er sami fjöldi og greindist í fyrradag en þá voru einnig 13 smit og fimm utan sóttkvíar.
Rétt tæplega 600 sýni voru tekin í gær og á landamærunum voru tekin rúmlega 1100 sýni.
571 sýni var tekið innanlands og á landamærunum voru tekin 1.123 sýni.
Á Vesturlandi eru 2 í sóttkví og 2 í einangrun vegna Covid-19. Á Akranesi er 1 einstaklingur í einangrun og 1 í sóttkví.