Umfjöllun um íþróttafólkið sem kemur til greina í kjörinu á íþróttamanni Akraness 2021.
Þú getur kosið með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Guðrún Julianne Unnarsdóttir er fædd árið 2004 og æfir hópfimleika með meistaraflokki ÍA.
Hún er fædd og uppalin á Akranesi og hefur æft hópfimleika með ÍA frá barnsaldri.
Guðrún er frábær fimleikakona og lykilmaður í liði meistaraflokks. Guðrún var í vor valin í stúlknalandslið Íslands fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2021.
Hún er góð fyrirmynd fyrir yngri og eldri iðkendur félagsins og er vel að titlinum komin. Til hamingju Guðrún, félagið er stolt af því að eiga iðkendur í fremstu röð.
Helstu afrek Guðrúnar Julianne á Íslandi á árinu:
Bikarmót í hópfimleikum -ö lenti í þriðja sæti með liði meistaraflokks.
GK deildarmeistaramót – lenti í þriðja sæti með liði meistaraflokks.
Íslandsmótið var fellt niður vegna Covid.
Valin í stúlknalandslið Íslands fyrir EM.
Hvernig stendur Guðrún Julianne sig á landsvísu?
Guðrún er á fyrsta flokks aldri en keppir í efstu deild (A-deild) með meistaraflokki ÍA í hópfimleikum.
Í vor var hún einnig valin í stúlknalandslið Íslands í vali fyrir Evrópumótið í hópfimleikum.