Umfjöllun um íþróttafólkið sem kemur til greina í kjörinu á íþróttamanni Akraness 2021.
Þú getur kosið með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
Kristrún Bára Guðjónsdóttir leggur sig alla fram í þjálfun og á æfingum og er góð fyrirmynd fyrir yngri keppendur í karate. Hún er í fremstu röð í karate og hefur náð góðum árangri á mótum fyrir hönd Karatefélags Akraness á síðustu árum og keppir núna í aldursflokki 16-17 ára.
Kristrún keppir í kata sem er hennar keppnisgrein innan karate og þar er hún í sterkum hópi karatekvenna á Íslandi. Hún keppti á RIG 2020 Reykjavík International Games í kata þar sem hún náði góðum árangri. Hún keppti einnig á Grand PRIX mótaröðinni og á Íslandsmóti í flokki 16-17 ára sem og flokki fullorðinna í kata kvenna.
Kristrún Bára hefur æft karate frá 7 ára aldri og alltaf verið á verðlaunapalli fyrir Karatefélag Akraness. Kristrún hefur einnig verið að æfa með Karatedeild Breiðabliks og æfir þar með meistaraflokki.
Kristrún hefur verið valin í unglingalandsliðið og æfir núna með landsliðshópi Íslands í kata. Kristrún Bára hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Karatefélagi Akraness í 2 ár og þjálfar þar með yfirþjálfara félagsins.
Helstu afrek Kristrúnar Báru á Íslandi á árinu:
- sæti í kata í flokki 16-17 ára á Íslandsmótinu.
- sæti í kata í flokki fullorðinna á Íslandsmótinu.
- sæti í kata í flokki 16 – 17 ára á fyrsta Grand Prix mótinu.
- sæti í kata í flokki Female Junior á Reykjavík International Games.
Hvernig stendur Kristrún Bára sig á landsvísu?
Kristrún Bára er meðal þriðju bestu kata keppenda í kvennaflokki í aldurshópnum 16-17 ára á Íslandi og meðal fimm bestu kata keppanda í kvennaflokki.