Umfjöllun um íþróttafólkið sem kemur til greina í kjörinu á íþróttamanni Akraness 2021.
Þú getur kosið með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
Sylvía Þórðardóttir er klifrari ársins. Hún átti mjög gott klifurár 2020. Hún landaði silfurverðlaunum fyrir ÍA á Bikarmeistaramóti Íslands í grjótglímu og er sem stendur í þriðja sæti á Íslandsmeistaramótaröðinni, með góða möguleika á að hækka sig um sæti.
Sylvía var valin í landsliðshóp Íslands fyrir Norðurlandamótið 2020 í Kaupmannahöfn og stefnir hún ótrauð á að halda því sæti fyrir næsta ár. Sylvía hefur einbeitt sér að útiklifri á þessu ári og þar hefur hún náð frábærum árangri.
Hún klifraði sína fyrstu leið af gráðunni 6c+ á Hnappavöllum og hefur í ár klifrað fimmtán leiðir af gráðunni 6a til 6c+.
Sylvía er samviskusöm, æfir af kappi og áhuga, og er klifrari fram í fingurgóma. Hún er vel að titlinum Klifrari ársins 2020 hjá ÍA komin.
Helstu afrek Sylvíu á Íslandi á árinu:
Silfurverðlaun á Bikarmeistaramóti Íslands 2020 í grjótglímu.
Er sem stendur í þriðja sæti á Íslandsmeistaramótinu í grjótglímu unglingaflokki.
Hvernig stendur Sylvía sig á landsvísu?
Sylvía er framarlega í sínum aldursflokki í klifri. Hún var í landsliðshópi Íslands fyrir Norðurlandamótið í grjótglímu, en mótið féll því miður niður vegna núverandi ástands. Sylvía hefur náð á verðlaunapall á öllum mótum sem hún hefur tekið þátt í á þessu ári, með silfurverðlaun á Bikarmeistaramóti Íslands sem besta árangur.