Umfjöllun um íþróttafólkið sem kemur til greina í kjörinu á íþróttamanni Akraness 2021.
Þú getur kosið með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Tryggvi Hrafn Haraldsson er knattspyrnukarl Akraness árið 2021. Hann er fæddur árið 1996 og hefur verið einn af burðarásum ÍA-liðsins undanfarin ár.
Tryggvi Hrafn átti frábært tímabil með meistaraflokki ÍA 2020 og skoraði 12 mörk í 17 leikjum. Í október fór Tryggvi til Lilleström í Noregi og hjálpaði liðinu að tryggja því sæti í efstu deild í norska fótboltanum.
Einnig lék Tryggvi einn leik með A-landsliðinu á þessu ári.
Tryggvi er mikill keppnismaður sem smitar út frá sér til annarra leikmanna bæði utan vallar sem innan.
Helstu afrek Tryggva Hrafns á Íslandi á árinu: Einn besti leikmaður Skagamanna í sumar. Spilaði 17 leiki í Pepsí-Max deildinni. Spilaði tvo leiki í Mjólkurbikarkeppninni. Skoraði 12 mörk.
Helstu afrek Tryggva Hrafns erlendis á árinu:
Tryggvi Hrafn gekk til liðs við Lilleström sem var í næst efstu deild í Noregi í október. Spilaði 10 leiki. Skoraði 4 mörk. Aðstoðaði við að tryggja Lilleström sæti í efstu deild á næsta timabili
Hvernig stendur Tryggvi Hrafn sig á landsvísu?
Tryggvi Hrafn hefur leikið alls fjóra A-landsleiki og hefur skorað í þeim 1 mark. Hefur spilað 13 leiki fyrir U-21 landsliðið og skorað í þeim 1 mark.