Knattspyrnumaður ársins – Tryggvi Hrafn Haraldsson

Umfjöllun um íþróttafólkið sem kemur til greina í kjörinu á íþróttamanni Akraness 2021.

Þú getur kosið með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 21. til og með 29 desember.

Tryggvi Hrafn Haraldsson er knattspyrnukarl Akraness árið 2021. Hann er fæddur árið 1996 og hefur verið einn af burðarásum ÍA-liðsins undanfarin ár.

Tryggvi Hrafn átti frábært tímabil með meistaraflokki ÍA 2020 og skoraði 12 mörk í 17 leikjum. Í október fór Tryggvi til Lilleström í Noregi og hjálpaði liðinu að tryggja því sæti í efstu deild í norska fótboltanum.

Einnig lék Tryggvi einn leik með A-landsliðinu á þessu ári.

Tryggvi er mikill keppnismaður sem smitar út frá sér til annarra leikmanna bæði utan vallar sem innan.

Helstu afrek Tryggva Hrafns á Íslandi á árinu: Einn besti leikmaður Skagamanna í sumar. Spilaði 17 leiki í Pepsí-Max deildinni. Spilaði tvo leiki í Mjólkurbikarkeppninni. Skoraði 12 mörk.

Helstu afrek Tryggva Hrafns erlendis á árinu:

Tryggvi Hrafn gekk til liðs við Lilleström sem var í næst efstu deild í Noregi í október. Spilaði 10 leiki. Skoraði 4 mörk. Aðstoðaði við að tryggja Lilleström sæti í efstu deild á næsta timabili

Hvernig stendur Tryggvi Hrafn sig á landsvísu?

Tryggvi Hrafn hefur leikið alls fjóra A-landsleiki og hefur skorað í þeim 1 mark. Hefur spilað 13 leiki fyrir U-21 landsliðið og skorað í þeim 1 mark.