Skólakór Grundaskóla opnaði glugga nr. 21 í „Skaginn syngur inn jólin“

Í dag var tuttugasti og fyrsti glugginn af alls tuttugu og fjórum opnaður í dagatalinu „Skaginn syngur inn jólin með þér“. Þetta skemmtilega verkefnið hafi slegið í gegn og mörg þúsund manns fylgjast með á hverjum einasta degi.

Eins og áður segur er 24 tónlistaratriði á dagskrá og er einn gluggi opnaður kl. 9 á hverjum morgni fram að jólum.

Mikil leynd hvílir yfir flytjendum en atriðin voru tekin upp í Stúkuhúsinu á Byggðasafninu í Görðum.

Í dag stíga nokkrar stúlkur úr skólakór Grundaskóla á stokk. Þær flytja lag eftir kórstjórann, Valgerði Jónsdóttur, og Sigrún Þorbergsdóttir leikur á flautu. Vegna Covid-19 fjöldatakmarkan var aðeins rými fyrir elstu stúlkurnar í þessum flutningi en í kórnum eru um 20 stúlkur.

Flytjendur lagsins eru þær Ásrún Lilja Andradóttir, Emilía Kristín Guðjónsdóttir, Jenný Lind Hannesdóttir, Lilja Sól Björnsdóttir og Sylvía Þórðardóttir.

Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir eru kynnar í þessu verkefni. Heiðar Mar Björnsson sá um upptökur og Sigurður Ingvar Þorvaldsson sá um hljóðupptökurnar.

Hljómsveitarstjórinn er Birgir Þórisson, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi en hann er einnig í Húsbandinu sem spilar undir hjá tónlistarfólkinu.

Auk hans eru Pétur Valgarð Pétursson (gítar), Sigurþór Þorgilsson (bassi) og Þorvaldur Kári Ingveldarson (trommur).

20. desember:

19. desember:

18. desember:

17. desember:

16. desember:

15. desember:

14. desember:

13. desember:

12. desember:

11. desember:

10. desember:

9. desember:

8. desember:

7. desember:

6. desember:

5. desember:

4. desember:


3. desember:

2. desember:

1. desember: