Umfjöllun um íþróttafólkið sem kemur til greina í kjörinu á íþróttamanni Akraness 2020.
Þú getur kosið með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Brynhildur Traustadóttir hélt áfram að bæta sig árið 2020. Brynhildur er fastamaður í landsliði Íslands í sundi.
Brynhildur byrjaði árið vel þar sem hún fór með landsliðinu í æfingaferð til Tenerife og vann til bronsverðlauna í 400m skriðsundi á sterku móti í Lettlandi. Sundtímabilið árið 2020 var með breyttu sniði, æfinga- og keppnisbönn settu strik í reikninginn, fresta þurfti Íslandsmeistaramótinu fram á sumar og hætt var við mörg alþjóðleg mót.
Á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug í sumar vann Brynhildur til fimm verðlauna, þrjú silfur og tvö brons eftir harða keppni allan tímann.
Í haust skrifaði Brynhildur undir samning um skólastyrk í háskóla í USA sem er með mjög sterkt sundlið og hefur Brynhildur stundað nám og æfingar vestanhafs við góðan orðstír í haust.
Helstu afrek Brynhildar á Íslandi á árinu: 3 silfurverðlaun í 200m, 400m og 1500m skriðsundi á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug. 2 bronsverðlaun í 800m skriðsundi og 4x100m boðsundi á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug. Akranesmet í 1500m skriðsundi og í 4x50m blandað skriðsund – boðsund í 50m laug í fullorðinsflokki. Sundmaður Akraness 2020 með flest FINA stig. Sundskólastyrkur í USA í sterkum háskóla. Í landsliði Íslands í sundi.
Helstu afrek Brynhildar erlendis á árinu:
Bronsverðlaun í 400m skriðsundi á Opna meistaramótinu í Riga í Lettlandi
Hvernig stendur Brynhildur sig á landsvísu?
Brynhildur er einn af bestu sundmönnum á Íslandi í 200, 400, 800 og 1500m skriðsundi og hefur verið það undanfarin ár