Það var gríðarlega fallegt veður á öðrum degi jóla og útivistarsvæði Akraness iðuðu af lífi.
Fólk á öllum aldri nýtti frábærar aðstæður til útiveru og leik eins og sjá má í þessari myndasyrpu frá Skagafréttum.
Langisandur dregur ávallt að sér marga enda er svæðið einstakt.
Myndirnar eru flestar teknar við Langasandssvæðið og einnig í nágrenni við Garðlund og skógræktarsvæðið.