Heimilisfólk á Höfða fær bólusetningu gegn Covid-19 þann 30. desember

Heimilisfólk á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi fær bólusetningu gegn Covid-19 miðvikudaginn 30. desember.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dvalarheimlinu Brákarhlíð í Borgarnesi.

Þar segir að staðfest sé að heimilisfólk á hjúkrunar- og dvalarheimilum á Vesturlandi fái bólusetningu gegn Covid-19 miðvikudaginn 30. desember.

Teymi frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands fer inn á öll heimilin á Vesturlandi og sér um bólusetninguna í samstarfi við starfsfólk á hverjum stað. Eftir u.þ.b. 3 vikur eða í kringum 20. janúar 2021 fær heimilisfólkið seinni bólusetninguna.

Starfsfólk í framlínu HVE verður einnig bólusett á miðvikudaginn 30. desember líkt og aðrir úr þeirri stétt á landsvísu.