Nýjustu Covid-19 tölurnar – þriðjudaginn 29. desember

Alls greindust 7 einstaklingar með Covid-19 í gær á Íslandi og þar af voru 5 þeirra utan sóttkvíar. Þetta kemur fram á vefnum covid.is.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi eru 8 einstaklingar í einangrun á Vesturlandi vegna Covid-19 og fjórir eru í sóttkví í landshlutanum.

Miðað við upplýsingar frá Lögreglunni á Vesturlandi eru fjögur Covid-19 smit í Ólafsvík, eitt í Borgarnesi og þrj á Akranesi.