„Þetta er stór dagur og ég get ekki lýst gleði minni“

„Þetta er stór dagur og ég get ekki lýst gleði minni. Enn meiri gleði á morgun þegar við bólusetjum inn á Höfða,“ segir Hulda Gestsdóttir hjúkrunarfræðingur við HVE sem var bólusett fyrst allra á Vesturlandi ásamt Sigurði Má Sigmarssyni sjúkraflutningamanni í dag.

„Þetta er búið að vera erfitt og langt ár en nú sér fyrir endann á þessu sem betur fer og fólkið okkar sem hefur verið innilokað að mestu í 10 mánuði getur farið að hlakka til að strjúka frjálst um höfuð sér.

En þetta er ekki búið, höldum þetta út kæru vinir, við erum öll almannavarnir