Kristín skrifaði nýjan kafla í kjörinu á Íþróttamanni Akranesss

Kristín Þórhallsdóttir er Íþróttamaður Akraness 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem hún fær þessa nafnbót. Kristín náði frábærum árangri í klassískum kraftlyftingum á s.l. ári. Þar setti hún m.a. 17 Íslandsmet og sjö þessara meta standa enn í dag.

Kristín skrifaði jafnframt nýjan kafla í kjörinu en aldrei áður hefur íþróttamaður úr röðum kraftlyftinga hlotið þessa nafnbót. 

Kristín hefur eins og áður segir náð frábærum árangri á undaförnum misserum en hún hóf að æfa kraftlyftingar í upphafi ársins 2019. Hún er í dag efst á styrkleikalista Evrópu i klassískum kraftlyftingum í -84kg flokki kvenna.

Jakob Svavar Sigurðsson, hestaíþróttamaður varð annar í kjörinu og fimleikakonan Guðrún julianne Unnarsdóttir varð þriðja.

Kjörinu var lýst í kvöld í beinni útsendingu á ÍATV.  Þetta er í 47. sinn sem Íþróttamaður Akraness er kjörinn. 

Í klassískum kraftlyftingum er rauði þráðurinn sá að keppt er án búnaðar. Ekki er leyfilegt að nota t.d. hnéhlífar, þrönga lyftingagalla eða lyftingabelti. Keppni í klassískum lyftingum hófst hér á Íslandi árið 2014 þegar byrjað var að skrá Íslandsmet í þessari grein kraftlyftinga.

Kristín sagði í viðtali við Örn Arnarson á ÍATV að hún væri í raun nýbyrjuð í kraftlyftingum en það er rúmt ár frá því hún hóf að æfa þessa íþrótt fyrir alvöru.

„Ég átti bara nokkuð gott ár. Ég byrjaði árið á að ná lágmarkinu fyrir Heimsmeistaramótið og Evrópumótið. Það stefndi í gott keppnisár sem rann út í sandinn vegna heimsfaraldursins. Á Íslandsmótinu í lok ársins náði ég þeim markmiðum sem ég hafði sett mér í upphafi ársins,“ sagði Kristín og bætti því við að Covid-19 ástandið hefði sett strik í reikninginn varðandi æfingar á árinu. 
„Það varð úr að ég kom mér upp aðstöðu í hlöðunni heima - en ég bý í sveit. Kraftlyftingafélag Akraness kom mér til aðstoðar og lánaði mér búnað til að æfa. Ég hef fengið tækifæri til að æfa í Íþróttahúsinu við Vesturgötu tvisvar í viku með liðsfélögum mínum.“ 

Kristín er Borgfirðingur, og ólst upp á Laugarlandi í Stafholtstungum. Hún er með góðan grunn úr frjálsíþróttum sem hún stundaði af krafti í 15 ár áður en hún fór í nám í dýralækningum í Danmörku.

„Ég kom hingað á svæðið aftur árið 2016. Síðan eignaðist ég tvö börn með stuttu millibili, 2016 og 2018. Í kjölfarið fór ég að skoða hvaða íþróttir ég gæti farið að stunda sem keppnisíþrótt. Ég prófaði Crossfit og var að hugsa um að fara í þríþraut eða eitthvað slíkt. Það var eiginlega fyrir tilviljun að ég prófaði klassískar kraftlyftingar og eftir það var ekki aftur snúið. Það kom mér á óvart hversu mikið erindi ég átti í þessa íþrótt. Nú hef ég náð lágmörkum fyrir stórmótin á þessu ári. Ég hef nýtt tímann til að byggja mig vel upp og styrkja mig. Stefnan er sett hátt fyrir árið 2021,“ sagði Kristín Þórhallsdóttir Íþrótttamaður Akraness 2020. 
http://localhost:8888/skagafrettir/2020/12/21/kraftlyftingamadur-arsins-kristin-thorhallsdottir/
http://localhost:8888/skagafrettir/2020/12/21/hestaithrottamadur-arsins-2020-jakob-svavar-sigurdsson/
http://localhost:8888/skagafrettir/2020/12/21/fimleikamadur-arsins-2020-gudrun-julianne-unnarsdottir/

Íþróttamenn Akraness frá upphafi:

2020: Kristín Þórhallsdóttir, (1) kraftlyftingar (1).
2019: Jakob Svavar Sigurðsson, (2) hestamennska (2).
2018: Valdís Þóra Jónsdóttir (7) golf (11).
2017: Valdís Þóra Jónsdóttir, (6) golf (10).
2016: Valdís Þóra Jónsdóttir, (5) golf (9).
2015: Ágúst Júlíusson, (2) sund (21)
2014: Ágúst Júlíusson, (1) sund (20).
2013: Jakob Svavar Sigurðsson, (1) hestamennska (1).
2012: Inga Elín Cryer, (2) sund (19).
2011: Inga Elín Cryer, (1) sund (18).
2010: Valdís Þóra Jónsdóttir, (4) golf (8).
2009: Valdís Þóra Jónsdóttir, (3)golf (7).
2008: Valdís Þóra Jónsdóttir, (2) golf (6).
2007: Valdís Þóra Jónsdóttir, (1) golf (5).
2006: Eydís Líndal Finnbogadóttir, (1) karate.
2005: Pálmi Haraldsson, (1) knattspyrna (10).
2004: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (6) sund (17).
2003: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (5) sund (16).
2002: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (4) sund (15).
2001: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (3) sund (14).
2000: Birgir Leifur Hafþórsson, (3) golf (4).
1999: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (2) sund (13).
1998: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (1) sund (12).
1997: Þórður Emil Ólafsson, (1) golf (3).
1996: Birgir Leifur Hafþórsson, (2) golf (2).
1995: Sigurður Jónsson, (2) knattspyrna (9).
1994: Sigursteinn Gíslason, (1) knattspyrna (8).
1993: Sigurður Jónsson, (1) knattspyrna (7).
1992: Birgir Leifur Hafþórsson, (1) golf (1).
1991: Ragnheiður Runólfsdóttir, (6) sund (11),
*(Íþróttamaður ársins á Íslandi).
1990: Ragnheiður Runólfsdóttir, (5) sund (10).
1989: Ragnheiður Runólfsdóttir, (4) sund (9).
1988: Ragnheiður Runólfsdóttir, (3) sund (8).
1987: Ólafur Þórðarson, (1) knattspyrna (6).
1986: Ragnheiður Runólfsdóttir, (2) sund (7).
1985: Ragnheiður Runólfsdóttir, (1) sund (6).
1984: Bjarni Sigurðsson, (1) knattspyrna (5).
1983: Sigurður Lárusson, (1) knattspyrna (4).
1982: Ingi Þór Jónsson, (2) sund (5).
1981: Ingólfur Gissurarson, (2) sund (4).
1980: Ingi Þór Jónsson, (1) sund (3).
1979: Ingólfur Gissurarson, (1) sund (2).
1978: Karl Þórðarson, (1) knattspyrna (3).
1977: Jóhannes Guðjónsson, (1) badminton (1) / knattspyrna (2).
1972: Guðjón Guðmundsson, (1) sund (1), (Íþróttamaður ársins á Íslandi).
1965: Ríkharður Jónsson, (1) knattspyrna (1).









This image has an empty alt attribute; its file name is stuðng2020-437x1024.jpg