Knattspyrnufélag ÍA fær ekki sæti í Meistaradeild unglingaliða UEFA í karlaflokki. Keppnin átti að fara fram s.l. haust en var frestað vegna Covid-19 faraldursins. Alls fá 64 lið sæti í undankeppninni sem hefst í mars á þessu ári en vegna stöðu íslenskra félagsliða á styrkleikalista UEFA fær Ísland ekki keppnisrétt í ár. Þetta kemur fram á fotbolti.net.
ÍA varð Íslandsmeistari árið 2019 í 2. flokki karla og var þetta annað árið í röð sem liðið landaði stóra titlinum. ÍA tók þátt haustið 2018 og komst í 32-liða úrslit eftir að hafa sigrað Levadia Tallinn frá Eistlandi örugglega í fyrstu umferð. ÍA féll úr leik gegn enska liðinu Derby County,
Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að þau 32 lið sem komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fá einnig keppnisrétt fyrir unglingalið félagsins í þessari keppni.
Landsmeistarar efstu þjóða á styrkleikalistanum í þessum aldursflokki fá síðan sætin sem eftir eru. Ísland er í sæti nr. 39 á styrkleikalistanum sem farið er eftir í Meistaradeild unglingaliða. Í Evrópukeppnum í Meistaraflokki er Ísland í sæti nr. 52 af alls 55 þjóðum.
Ísland var aðeins þremur sætum á styrkleikalista ungmennaliða til þess að ÍA fengi tækifæri að spreyta sig í þessari keppni.
FH úr Hafnarfirði fagnaði sigri á Íslandsmótinu 2020 og hefði átt að taka þátt í Meistaradeild unglingaliða haustið 2021 en miðað við stöðuna á styrkleikalistanum þá verður ekkert af þátttöku FH.