Alls greindust 11 einstaklingar með Covid-19 smit í gær og voru 7 þeirra í sóttkví. Við landamærin greindust 8 einstaklingar með Covid-19 smit.
Alls eru 122 einstaklingar í einangrun á öllu landinu vegna Covid-19 smits – þar af eru 3 á Akranesi.
Um 650 sýni voru tekin í gær og rétt tæplega 500 sýni voru tekin á landamærunum.
Staðan á Íslandi 7. janúar 2021.