Nýjustu Covid-19 tölurnar – laugardaginn 9. janúar

Alls greindust 10 einstaklingar með Covid-19 smit i gær og þar af voru 9 í sóttkví. Á landamærunum greindust 2 virk smit.

Þetta kemur fram á vefnum covid.is

Á landinu öllu eru 145 í einangrun vegna Covid-19. Á vefnum covid.is kemur fram að engin breyting er á Vesturlandi varðandi Covid-19 smit.

Alls eru þrír í einangrun og þrír einstaklingar eru í sóttkví.