Þrír umsækjendur um embætti lögreglustjóra á Vesturlandi

Þrír umsækjendur voru um embætti lögreglustjóra á Vesturlandi, en umsóknarfrestur var til og með 14. desember 2020.

Úlfar Lúðvíksson sem var starfandi sem Lögreglustjórinn á Vesturlandi tók við embætti Lögreglustjóra á Suðurnesjum í lok ársins 2020.

Þau sem sóttu um eru:

Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir – aðstoðarsaksóknari

Birgir Jónasson – Löglærður fulltrúi í greiningardeild ríkislögreglustjóra og stundakennari við Háskólann á Akureyri

Gunnar Örn Jónsson – Lögreglustjóri á Norðurlandi vestra

Á vef Stjórnarráðs Íslands kemur fram að hæfnisnefnd sem hefur ráðgefandi hlutverk í ráðningarferlinu fari yfir umsóknirnar.