Alls greindust þrír einstaklingar með Covid-19 smit í gær á Íslandi og voru þeir allir í sóttkví. Á landamærunum greindust fjórtán einstaklingar með Covid-19 smit og þrír greindust með virk smit í síðari landamæraskimun.
Alls voru 328 sýni tekin á vegum LSH og ÍE á Íslandi, á landamærunum voru 1086 sýni tekin og 90 sýni hjá einstaklingum í sóttkví og handahófsskimun.
Á Vesturlandi hef ekkert nýtt smit verið greint á undanförnum dögum. Aðeins tveir einstaklingar eru í einangrun vegna Covid-19 og þrír einstaklingar eru í sóttkví.