Ella María Gunnarsdóttir tók við nýju starfi hjá Akraneskaupstað þann 1. janúar s.l. og verður hún verkefnastjóri á verkefnastofu . Staðan varð til samhliða nýrri skrifstofu bæjarstjóra í viðamiklum breytingum sem gerðar voru á skipuriti Akraneskaupstaðar í upphafi ársins 2021. Ella María gegndi áður starfi forstöðumanns menningar – og safnamála hjá Akraneskaupstað.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.
Innan nýrrar einingar verður starfrækt verkefnastofa og hefur verið ráðinn inn verkefnastjóri til þess að leiða og skipuleggja þverfaglegt teymisstarf innan sveitarfélagsins.
Ella María Gunnarsdóttir sem gegndi áður starfi forstöðumanns menningar- og safnamála hefur tekið við þeirri stöðu en hennar fyrra starf var lagt niður samhliða þessum stjórnkerfisbreytingum.
Ella María hefur starfað hjá Akraneskaupstað frá árinu 2015 og sinnt verkefnum á sem falla undir menningar- og safnamál. Ella María er með meistarapróf í viðskiptafræði ásamt bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands og öðlaðist B-stig IPMA vottunar hjá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands.
Starfsreynsla Ellu Maríu er fyrst og fremst mótuð út frá verkefnastjórnun en hún starfaði fyrir Arion banka í 15 ár, þar af lengst í verkefnastjórnun. – segir í tilkynningunni frá Akraneskaupstað.