Sædís Alexía Sigurmundsdóttir er nýr skrifstofustjóri á skrifstofu bæjarstjóra – og tók hún við starfinu þann 1. janúar s.l. Staðan varð til samhliða nýrri skrifstofu bæjarstjóra í viðamiklum breytingum sem gerðar voru á skipuriti Akraneskaupstaðar í upphafi ársins 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.
Áður gengdi Sædís Alexía starfi deildarstjóra á stjórnsýslu- og fjármálasviði.
Sædís Alexía hefur starfar hjá Akraneskaupstað í að verða átta ár og hefur sinnt sambærilegum verkefnum á sviði þjónustu og stafrænnar þróunar ásamt atvinnu-, ferða- og markaðsmálum.
Þá hefur hún stýrt þeim verkefnum ásamt fjölda annarra innan ólíkra sviða með farsælum hætti ásamt því að starfa í framkvæmdastjórn innan bæjarskrifstofunnar. Sædís Alexía er viðskiptalögfræðingur að mennt og með meistaragráðu í forystu og stjórnun með áherslu á verkefnastjórnun – segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað.