Nýjustu Covid-19 tölurnar – ekkert smit til staðar á Akranesi

Aðeins tvö Covid-19 smit greindust á Íslandi í gær og var annar einstaklingurinn í sóttkví en hitt smitið greindist við einkennasýnatöku.

Á landamærunum greindust alls tíu Ciovid-19 smit.

Alls voru tekin 650 sýni á Íslandi í gær og rétt um 450 sýni á landamærunum.

Á Vesturlandi fækkar smitum og einnig þeim sem eru í sóttkví. Aðeins tveir einstaklingar eru í einangrun vegna Covid-19 smits og einn er í sóttkví.