Þórður Elíasson, prentsmiðjustjóri Prentmets Odda á Akranesi, lét nýverið af störfum eftir fimmtíu ára starfsferil. Þórður hóf störf sem nemi í prentiðninni þann 1. september árið 1970 hjá Prentverki Akraness. Frá þessu er greint í Póstinum sem kom út í þessari viku.
Þar segir Þórður m.a. að það hafi verið tilviljun að hann valdi að mennta sig í prentiðninni. „Ég hafði alltaf ætlað mér að verða iðnaðarmaður. Ég sá svo auglýst eftir nema í setningu hjá Prentverki Akraness, sótti um og var ráðinn, sem var mikið gæfuspor fyrir mig.“
Þórður og Inga Helga Rögnvaldsdóttir. Mynd/Prentmet
Þórður segir að hann hafi nóg fyrir stafni og það séu forréttindi að fá að eldast.
„Ég er heilsuhraustur og ég hlakka til að ráða tímanum mínum sjálfur. Við hjónin fluttum í nýtt hús nýverið og það eru nóg af verkefnum framundan - en þar fyrir utan ætla ég að spila golf og njóta lífsins svona almennt,“ segir Þórður m.a. í viðtalinu sem má lesa í heild sinni hér.
Starfssemi Prentmets/Odda á Akranesi var flutt í höfuðstöðvarnar að Lynghálsi 1 í Reykjavík þann 18. janúar s.l.
Ingibjörg Helga Rögnvaldsdóttir, prentsmiður/grafískur miðlari mun
áfram starfa hjá fyrirtækinu og þjónusta viðskiptavini Póstsins en útgáfan mun verða með óbreyttu sniði þrátt fyrir að útibúinu á Akranesi hafi verið lokað.