Fjórir leikmenn úr röðum ÍA eru í 25 manna úrtakshóp fyrir U-19 ára landslið karla í knattspyrnu sem mun æfa saman í lok janúar. Ólafur Ingi Skúlason, fyrrum atvinu – og landsliðsmaður, er nýr þjálfari liðsins en hann var áður í þjálfarateymi Fylkis.
Leikmennirnir 25 koma frá 14 mismunandi félögum. Félögin eru fjöldi leikmanna eru í sviga: Fylkir (4), ÍA (4), FH (4), Breiðablik (2), Keflavík (2), Völsungur (1), Þróttur R. (1), Víkingur Ó. (1), ÍR (1), Þór A. (1), Víkingur R. (1), ÍBV (1), KR (1), Fjölnir (1).
Leikmenn ÍA sem valdir voru í hópinn eru þeir Árni Marinó Einarsson markvörður sem kom til ÍA frá Aftureldingu 2018, Eyþór Aron Wöhler sem kom einnig frá Aftureldingu, Guðmundur Tyrfingsson sem kom til ÍA s.l. sumar frá liði Selfoss og Jón Gísli Eyland Gíslason sem kom til ÍA frá liði Tindastóls í janúar 2019.
Orri Hrafn Kjartansson – Fylkir
Arnór Gauti Jónsson – Fylkir
Axel Máni Guðbjörnsson – Fylkir
Ólafur Kristófer Helgason – Fylkir
Árni Marinó Einarsson – ÍA
Eyþór Aron Wöhler – ÍA
Guðmundur Tyrfingsson – ÍA
Jón Gísli Eyland Gíslason – ÍA
Logi Hrafn Róbertsson – FH
Óskar Atli Magnússon – FH
Baldur Logi Guðlaugsson – FH
Vilhelm Þráinn Sigurjónsson – FH
Arnar Númi Gíslason – Breiðablik
Ólafur Guðmundsson – Breiðablik
Helgi Bergmann Hermannsson – Keflavík
Davíð Snær Jóhannesson – Keflavík
Arnar Pálmi Kristjánsson – Völsungur
Baldur Hannes Stefánsson – Þróttur R.
Bjartur Bjarmi Barkarson – Víkingur Ólafsvík
Bragi Karl Bjarkason – ÍR
Elmar Þór Jónsson – Þór A.
Kristall Máni Ingason – Víkingur R.
Tómas Bent Magnússon – ÍBV
Valdimar Daði Sævarsson – KR
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson – Fjölnir